Helga Margrét í Landanum
Í næsta þætti Landans á RUV, sunnudagskvöldið 16. jan, verður farið í heimsókn til einnar efnilegustu íþróttastjörnu landsins í dag, sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur á Reykjum í Hrútafirði. Landinn fylgist með Helgu Margréti á íþróttavellinum og í fjárhúsunum, ræðir við hana um ferilinn, framtíðina og sveitasæluna.
Í þættinu á sunnudaginn kemur verður einnig fjallað um ástæður stöðugrar fólksfækkunar á Vestfjörðum, einnig um bændur í Þistilfirði, sem eru yngri en almennt gerist, fræðst um fræðasetur á Leirubakka í Landsveit. Þá stekkur landinn út í stórhríðina á Þröskuldum og skoðar eitt stærsta servíettusafn heimsins.
Landinn er á dagskrá öll sunnudagskvöld að loknum fréttum.