Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna 2024 fer fram 8. - 28. maí. Skráning er nú þegar hafin og hægt er að skrá sig á hjoladivinnuna.is

Allir sem skrá sig til leiks eiga möguleika á að vera dregnir út í skráningarleik og auk þess er veitt þeim vinnustöðum verðlaun sem enda í efstu sætum í hverjum flokk fyrir sig. Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“.

Húnabyggð er í hópi þeirra sem hvetja alla einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu að skrá sig til leiks og taka þátt í þessu skemmtilega átaki. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir