Hreinsun í Húnaþingi - bílana burt

Eitthvað hefur borið á því undanfarið að númerslausar bifreiðar „prýði“ götur og lóðir á Hvammstanga og Laugarbakka. Nú mega eigendur þeirra eiga von á því á næstunni að þeim berist áminning frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra um að þær skuli fjarlægðar fyrir 20. apríl nk.
Í tilkynningu frá Framkvæmda- og umhverfissviði Húnaþings vestra kemur fram að verði ekki orðið við þeim tilmælum verði bílunum komið fyrir á geymslusvæði og eigendum gefinn kostur á að ganga frá sínum málum, að öðrum kosti verði þeim fargað eða þeir boðnir upp. Allur kostnaður sem fylgir aðgerðum þessum mun falla á eigendur bifreiðanna.