Húnaþing vestra hlaut styrk til uppsetningar tæknismiðju í Félagsheimilinu Hvammstanga

Félagsheimili Hvammstanga. Mynd tekin af heimasíðu Húnaþings.
Félagsheimili Hvammstanga. Mynd tekin af heimasíðu Húnaþings.

Á dögunum hlaut Húnaþing vestra styrk að upphæð kr. 10,5 milljónir til uppsetningar tæknismiðju í anda FabLab smiðja í Félagsheimilinu Hvammstanga. Er styrkurinn veitur af lið C1 á byggðaáætlun sem ber heitið sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða og hugsaður til tækjakaupa í smiðjuna.

Á heimasíðu Húnaþings segir að með uppsetningu tæknismiðju af þessum toga skapast aðstaða til nýsköpunar, viðgerða og þróunar fyrir íbúa. Verkefninu er þannig ætlað að hvetja nýsköpun í sveitarfélaginu og þar með auka fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir