Húnvetningar stofna kraftlyftingafélag

Á morgun, laugardaginn 5. október, verður haldin kynning á fyrirhugaðri stofnun kraftlyftingafélags í Húnaþingi vestra og fer kynningin fram á skrifstofu USVH að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Í tilkynningu í Sjónaukanum eru allir áhugasamir eru hvattir til að láta sjá sig.

Í tengslum við þetta geta svo áhugasamir mætt í þreksalinn í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga milli kl. 10:00 og 14:00 sunnudaginn 6. október. Þar verða kynntar æfingar og réttu handtökin í kraftlyftingum.

Fleiri fréttir