Húnvetnskar konur hittast í Perlunni

Mánaðarlegur hittingur hjá brottfluttum Húnvetnskum konum verður í Perlunni á laugardaginn 2. nóvember og er mæting kl. 12:00. Á þessum hittingum er mikið spjallað og sögur sagðar af öllum mögulegu og ómögulegu.

Alltaf gaman að sjá ný andlit og tilvalið fyrir konur sem ætla að skreppa í borgina um helgina að líta við í Perlunni og fá sér hádegismat og létt spjall.

Sagt er frá þessu á Húnahorninu.

Fleiri fréttir