Jöfnunarstyrkur til náms

Umsóknarfrestur á jöfnunarstyrk til náms á haustönn 2013 er til 15. október nk. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði og ræðst styrkurinn af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu.

Dvalarstyrkur er fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms og styrkur vegna skólaaksturs fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla.

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN.

 

Fleiri fréttir