Jóhann Smári og Hrafnhildur Kristín sigruðu söngvarakeppnina

Eins og frá var sagt á Feyki.is fyrir helgi fór söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fram á föstudagskvöldið. Í yngri flokk sigraði Jóhann Smári Reynisson en í eldri flokknum Hrafnhildur Kristín Jóhannsson, en dómnefnd hafði það vandasama verkefni að velja þrjú efstu sætin í hvorum flokki.

Í yngri flokknum bar Jóhann Smári Reynisson sigur úr bítum en hann söng lagið Það er svo geggjað eftir Flosa Ólafsson. Ásdís Aþena Magnúsdóttir og Bryndís Björk Kristinsdóttir náðu 2. sæti með laginu Eyrarröst með Heru og í 3. sæti hafnaði Lisa Marie Júlíusdóttir með laginu Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimir Sveinsson og Davíð Stefánsson.

Í eldri flokknum sigraði Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir með íslenskri útgáfu af laginu Halleluja eftir Leonard Cohen. Í 2. sæti höfnuðu Helga Dögg Lárusdóttir og Aníta Hrund Hjaltadóttir með íslenskri útgáfu af laginu Stay með Rihanna. Það voru svo Sara Líf Huldudóttir og Ástríður Halla Reynisdóttir sem náðu 3. sætinu með íslenskri úgáfu af laginu Castle Walls með Christina Aguilera.

Frá úrslitunum er sagt á Norðanátt.is og þaðan er einnig meðfylgjandi mynd af sigurvegurunum.

Fleiri fréttir