Jólabarnaball í sal FNV í dag kl. 17:00

Hið árlega Jólabarnaball verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í dag, föstudaginn 27. des. kl. 17:00. Að vanda eru allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir. Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð og svo mæta að sjálfsögðu jólasveinarnir með glaðning handa krökkunum ... Hóhó!

LIONSKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS
BJARKIRNAR FÉLAGASAMTÖK

 

Fleiri fréttir