Karlakórinn Lóuþrælar syngja í Seltjarnarneskirkju
Karlakórinn Lóuþrælar frá Húnaþingi vestra syngja í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 7. mars nk. kl. 16:00. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. „Komið og eigið með okkur ánægjulega stund,“ segir í fréttatilkynningu frá kórnum.
Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar, Guðmundur Þorbergsson og Úlfar Trausti Þórðarson.
Aðgangseyrir kr. 3.000,- (enginn posi á staðnum) frítt fyrir 14 ára og yngri.