Kjarnfóðurverð lækkar
Vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar hafa fóðurvörusalar á landinu tilkynnt um lækkun um allt að 5% þó mismunandi eftir tegundum.
Þrátt fyrir lækkun á mörkuðum undanfarið eru miklar blikur á lofti á hrávörumörkuðum og enn óljóst hvert hráefnaverð stefnir.