Knapinn ábyrgur fyrir heilbrigði hestsins
Í kjölfar umræðu um áverkaskýrslu MAST um heilbrigðisskoðun keppnis- og sýningahrossa árið 2012 hefur stjórn Félags tamningamanna sent frá sér ályktun þar að lútandi. Í skýrslunni segir að tíðni áverka í munni keppnishesta hafi reynst hærri en á síðasta landsmóti en það kann að einhverju leyti að skýrast af nákvæmari skoðun. Var hún þó í meginatriðum framkvæmd með sama hætti og á LM 2011.
Ályktun FT er eftirfarandi:
Áverkar sem greindust fyrir forkeppni reyndust oftast tiltölulega vægir og mest var um þá í munnvikunum innanverðum og í slímhúðinni innan á kinnunum, á móts við fremstu jaxla.
Samkvæmt dýraverndarlögum og keppnisreglum skulu hross sem koma til keppni og sýninga vera ósár. Félag tamningamann
a hvetur alla þá sem stýra reglusetningum er varða keppni og sýningar hrossa til að samræma áverkaskoðanir og sjá til þess að hross séu skoðuð bæði fyrir og eftir keppni/sýningu. Hross sem skoðast með áverka fyrir keppni/sýningu fái ekki að taka þátt og hross sem skoðast með áverka að keppni/sýningu lokinni hljóti ekki einkunn eða verðlaun.
Félag tamningamanna vill minna á þá staðreynd að það er og verður alltaf knapinn sem er ábyrgur fyrir heilbrigði hestsins. Boð og bönn eru ekki til þess fallin að vinna á rótum vandans. Félag tamningamanna vill hvetja til upplýstrar umræðu og auka fræðslu og forvarnir um áverka almennt. Auk þess þarf að endurskoða allar hliðar móta og sýningahalds t.d. keppnis og sýningafyrirkomulag, umgjörð(velli), dómstörf o.s.frv.
Grundvallaratriðið er heill hestur inn og heill hestur út!