Kólnandi veður á morgun

Veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands. Mynd/Vedur.is.
Veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra kl. 12 á hádegi í dag, skv. spá Veðurstofu Íslands. Mynd/Vedur.is.

Norðaustan 10-18 m/s og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari og úrkomulítið í innsveitum. Norðan 8-15 annað kvöld og víða éljagangur. Kólnandi veður, frost 3 til 9 stig seint á morgun. Snjóþekja eða hálka og er á flestum leiðum Norðvesturlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Norðan 5-13 m/s og él, en léttskýjað sunnantil á landinu. Frost 3 til 10 stig. 

Á miðvikudag:

Austlæg átt 3-8 m/s og úrkomulaust að mestu, en 8-13 og él með suðurströndinni. Hiti frá frostmarki syðst, niður í 10 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.  

Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir suðaustan- og austanátt. Snjókoma eða slydda með köflum um landið sunnanvert og hiti um eða rétt yfir frostmarki. Lengst af bjart veður norðantil og vægt frost.

Fleiri fréttir