Kvenfélagið Freyja færði skólanum hjartastuðtæki

Í síðustu viku kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki. Í frétt á netsíðu skólans er tekið fram að vonandi muni gjöfin aldrei koma að notum „…en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.“
Það var Nóa, varaformaður nemendaráðs, sem tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans. „Takk fyrir okkur elsku konur, við erum ykkur ævinlega þakklát.“