KVH síðasta kaupfélagið sem hættir útleigu á frystihólfum

Frystihólfin. Mynd tekin af heimasíðu KVH.is.
Frystihólfin. Mynd tekin af heimasíðu KVH.is.

Á heimasíðu KVH segir að síðustu vikuna í febrúar hafi borið til tíðinda þegar skrúfað var fyrir frostið í fyrsta og síðasta sinn síðan því var hleypt á í frystiklefunum sem KVH hefur rekið í um 100 ár. Var þessi ákvörðun tekin snemma á árinu 2023 því ekki borgaði sig að leggja í mikil fjárútlát og viðhald við að viðhalda frostinu þar sem kerfið var orðið gamalt og úrsérgengið. Er því KVH allra síðasta kaupfélagið sem hættir að bjóða upp á frystihólf til útleigu en það var þekkt í hverju einasta þéttbýli hér á árum áður. 

Í áratugi hefur Kaupfélagið rekið frystigeymslur og leigt viðskiptavinum sínum og er um að ræða frystihólfin í kjallara gamla sláturhússins. Megnið af þeim búnaði sem hefur verið nýttur til að halda frosti á þessum geymslum er margra áratuga gamall og frystilagnir sömuleiðis. Nú er ljóst að líftími þessa búnaðar er á enda. Rekstur þessara frystigeymslna hefur verið þungur og í raun hefur þessi þjónusta ekki staðið undir sér í langan tíma. Endurnýjun á tækjum og lögnum er, eins og gefur að skilja, ekki físileg við viðvarandi taprekstur enda má reikna með að kostnaður við endurnýjun hlaupi á tugum milljóna.

KVH þakkar leigjendum samstarfið öll þessi ár og bíðum svo spennt eftir að sjá hvernig byggingin mun koma undan löngum frosta vetri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir