Landbúnaðarráðherra boðar til funda með sauðfjárbændum

Sauðfé. Mynd: Kristín S. Einarsdóttir
Sauðfé. Mynd: Kristín S. Einarsdóttir

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til funda með sauðfjárbændum á nokkrum stöðum á landinu næstu daga. Með honum í för verða þau Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins og Haraldur Benediktsson, formaður Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.

„Við getum sagt að sauðfjárræktin er í mikilli lægð. Það þarf að fara í frjálsa og opna skoðun á því hvernig hægt er að rífa þetta upp,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið í dag. „Það eru atriði sem þarf að ræða við bændur, eins og að breyta stuðningsfyrirkomulaginu […] og skapa afurðastöðvum hagstæðara umhverfi.“ Haraldur telur mikilvægt að breyta samningunum á þann hátt að allir hagnist. og segir það vera kröfu í samráðshópnum að styðja fyrst og fremst við framleiðslu á innanlandsmarkað og þeir sem stundi útflutning beri ábyrgðina sjálfir. „Við verðum með umframkeyrslu og ákveðinn hluti fer erlendis en íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða aðeins kjöt fyrir innlendan markað,“ segir Haraldur ennfremur.

Á vef Bændablaðsins má sjá yfirlit yfir fyrirhugaða fundi en en þeir fyrstu verða í dag, miðvikudag 15. ágúst í Dalabúð í Búðardal klukkan 14:00 og í Víðihlíð klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir