Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju
Karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Seltjarnarnesskirkju, laugardaginn 2. apríl n.k. kl 14:00
Dagskráin er fjölbreytt að vanda; létt lög í bland við hefðbundin karlakórslög. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.Aðgangseyrir er kr. 3.000 – frítt fyrir 14 ára og yngri.
"Verið velkomin á skemmtilega söngskemmtun," segir í tilkynningu frá Karlakórnum Lóuþrælum í Húnaþingi vestra