Magnús Magnússon leiðir D-lista í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
26.03.2022
kl. 23.22

Magnús Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi, sóknarprestur og bóndi, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra.
Smám saman koma þeir fram í sviðsljósið framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi en síðasti möguleiki til að skila framboði er kl. 12 þann 8. apríl. Nú hefur verið kynntur D-listi sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþingi vestra. Efsta sætið skipar Magnús Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi, sóknarprestur og bóndi á Lækjarbakka.
Annað sætið skipar Sigríður Ólafsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, bóndi og ráðunautur frá Víðidalstungu, og í þriðja sæti er Liljana Milenkoska, hjúkunarfræðingur. Hér að neðan má sjá þá 14 aðila sem skipa listann:
- Magnús Magnússon, sveitarstj.fulltrúi, sóknarprestur og bóndi
- Sigríður Ólafsdóttir, sveitarstj.fulltrúi, bóndi og ráðunautur
- Liljana Milenkoska, hjúkrunarfræðingur
- Birkir Snær Gunnlaugsson, bóndi og rafvirki
- Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, bóndi
- Ragnar Bragi Ægisson, framreiðslumaður
- Fríða Marý Halldórsdóttir, hársnyrtisv.
- Ingveldur Linda Gestsdóttir, bóndi
- Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, leikskólaleiðb.
- Elísa Ýr Sverrisdóttir, aðstoðarm. bygginga- og skipulagsfulltr.
- Gunnar Þórarinsson, bóndi
- Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi
- Kristín Árnadóttir, djákni og fyrrv. skólastjóri
- Karl Ásgeir Sigurgeirsson, fyrrv. framkvæmdastjóri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.