Markviss með byssusýningu á Blönduósi

Afmælissýning Skotfélagsins Markviss verður haldið næsta laugardag 20. Október í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar verður dregið fram í dagsljósið það helsta úr eigu félagsmanna og segir í tilkynningu að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi, herrifflar, skammbyssur, veiðibyssur, keppnisbyssur, byssur smíðaðar af Jóni Þorsteinssyni og Jóni Björnssyni o.fl. Byssusýning er í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.  

Daginn eftir verður efnt til Rjúpnafjörs 2018 sem er árlegt gleði og grínmót Markviss og sagt er óhefðbundnasta skotmót ársins hérlendis, ef ekki í gjörvallri Norður-Evrópu.

„Nánari uppsetning og útfærsla er algert trúnaðarmál en skýrist upp að vissu marki á mótsdegi. Hvetjum alla sem vettlingum, húfum og öðru lauslegu geta valdið (t.d. haglabyssum) til að taka þátt í þessu bráðskemmtilega móti,“ segir á Facebooksíðu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir