Menningarstyrkjum úthlutað

Í lok ágúst auglýsti Menningarráð Norðurlands vestra eftir umsóknum um verkefnastyrki með umsóknarfresti til og með 16. sept. Í auglýsingu var lögð áhersla á verkefni með börnum og unglingum á öllu svæðinu, samstarf innanlands og utan  og verkefni sem tengja ungt listafólk frá svæðinu við heimabyggð.

Alls bárust 20 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 10 milljónum í styrki. Menningarráð hefur nú úthlutað styrkjum til 10 aðila, samtals að upphæð 2,9 millj. kr. Styrkhafar eru:

800.000 kr.     Grettistak ses – Miðlun sagnaarfsins til komandi kynslóða

400.000 kr.     Selasetur Íslands – Engaging children with the cultural value of seals

400.000 kr.     Leikfélag Blönduóss og Dreifnám A-Hún. – Unga fólkið og leikhúsin

300.000 kr.     Nemendafélag FNV – leiksýning haustið 2013

200.000 kr.     Skagfirskir strengir – Jólabjöllur

200.000 kr.     Hljómsveitin Úlfur Úlfur – útgáfa geisladisks

200.000 kr.     Ísak Þórir Ísólfsson Líndal – Ungt fólk á uppleið

200.000 kr.     Fornverkaskólinn – Alþjóðlegt námskeið í torfhleðslu

100.000 kr.     Anna Dóra Antonsdóttir – Bardaginn á Örlygsstöðum

100.000 kr.     Sæþór Már Hinriksson – útgáfa geisladisks

Fleiri fréttir