Milljörðum varið til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga

Frá kynningarfundi um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Mynd: Heilbrigðisráðuneyti/ME.
Frá kynningarfundi um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Mynd: Heilbrigðisráðuneyti/ME.

Frá því er sagt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins að komugjöld í heilsugæslu verði felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Hluti aðgerðanna kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi en í fjármálaáætlun stjórnvalda eru 3,5 milljarðar króna ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu til ársins 2024.

„Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er afgerandi  þáttur í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og sporna við heilsufarslegum ójöfnuði af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum. Markmiðið er að greiðsluþátttakan verði á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum og hér kynni ég mikilvæg skref að því marki“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir