Motus sér um innheimtumál hjá Húnaþingi vestra

Breyttar áherslur verða í innheimtumálum hjá Húnaþingi vestra þar sem ákveðið hefur veriðað taka upp samstarf við Motus um innheimtu gjalda sveitarfélagsins sem ekki greiðast á réttum tíma.

Markmiðið með samstarfinu, segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu, er að tryggja jafnræði meðal íbúa, halda kostnaði vegna innheimtu vanskilakrafna í lágmarki og tryggja hagkvæmni í rekstri.

Framvegis mun því bætast á vanskilakröfur ítrekunargjald í samræmi við upphæð skuldarinnar til að mæta þeim kostnaði.

Sveitarfélagið skorar á þá sem eiga ógreidd gjöld að ganga frá þeim fyrir 1. febrúar n.k., en að þeim tíma liðnum mun Motus annast innheimtu skuldarinnar.

Fleiri fréttir