Námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands
Ákveðið hefur verið að veita styrki úr Þórsteinssjóði til blindra og/eða sjónskertra nemenda við Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2013-2014. Áhersla er lögð á að þessir nemendur skólans njóti jafnréttis og sömu möguleika til náms og aðrir. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember nk.
Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2006 við Háskóla Íslands. Tilkoma sjóðsins hefur aukið möguleika blindra og sjónskertra stúdenta til að helga sig háskólanámi. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en veitir hafa verið átta styrkir til nemenda við Háskóla Íslands og einn styrkur til rannsóknarverkefnis.
Blindravinafélag Íslands stofnaði sjóðinn til minningar um Þórstein Bjarnason stofnanda Blindravinafélagsins. Tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins að efla líf blindra og sjónskertra einstaklinga á Íslandi.
Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu HÍ http://www.hi.is/ og sjóðavef HÍ http://sjodir.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnastjóra styrktarsjóða og hollvina, helgab@hi.is, sími 525-5894.
/Fréttatilkynning