Nemendur vinna við útfærslu á skólalóð

Kort af skólanum og fyrstu hugmyndum af útlínum viðbyggingar, sótt á https://grunnskoli.hunathing.is.
Kort af skólanum og fyrstu hugmyndum af útlínum viðbyggingar, sótt á https://grunnskoli.hunathing.is.

Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Í morgun tóku allir nemendur skólans þátt í hópavinnu þar sem þeim gafst tækifæri til að teikna og hanna sínar eigin hugmyndir um það hvernig skólalóðin skuli vera búin að loknum breytingum. Á heimasíðu skólans segir að nemendur hafi tekið virkan þátt í vinnunni og sett fram margar áhugaverðar hugmyndir. Þær verða svo sendar til Teiknistofu Norðurlands þar sem þær verða teknar saman og nýttar við útfærslu og hönnunarvinnu við viðbyggiungu og skólalóð.

Nemendur fengu í hendur kort með fyrstu hugmyndum af útlínum viðbyggingarinnar ásamt glærukynningu og unnu þeir svo í hópum við að flokka skólalóðina eftir eftirfarandi flokkum, koma með hugmyndir og stilla upp á teikninguna:

  • Spjall og hangs
  • Frjáls leikur
  • Leiktæki
  • Útikennsla
  • Íþróttir

„Þetta er liður í virku íbúalýðræði við hönnun og framkvæmd viðbyggingar og skólalóðar", segir á heimasíðunni. Hugmyndir um lóðina verða síðar kynntar starfsfólki og foreldrum til athugasemda og frekari skoðunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir