Nýr áningarstaður á leið norður í land
Nýr áningarstaður hefur verið opnaður sem þjónustar ferðafólk á leið norður í land. Um er að ræða matsölustað í Víðihlíð, félagsheimili í Vestur-Húnavatnssýslu sem stendur alveg við þjóðveginn. Er hann rekinn af Guðlaugu Jónsdóttur, sem áður rak söluskála í Víðigerði, þarna skammt frá, en þar var starfsemi hætt í lok síðasta árs.
Gestir nýja staðarins eru m.a. smiðir sem sinna framkvæmdum í grenndinni og vörubílstjórar sem sækjast eftir eftir að fá íslenskan heimilismat, svo sem steiktan fisk eða kjötbollur. Fram kemur að Guðlaug hyggst efla starfsemi sína í vor.
Í blaðinu er einnig rætt við Svanhildi Hlöðversdóttur, stöðvarstjóra í Staðarskála og ræðir hún m.a. mikilvægi vegasjoppanna í öryggisskyni fyrir fólk á langferðum. Á góðum degi kaupa gestir Staðarskála um 500 pylsur og nokkrar uppskriftir af ástarpungum. Mannlífsflóran er fjölbreytt, eins og Þórarinn Eldjárn gerir að yrkisefni í ljóð sínu, Staðarskáli er Ísland.
Auk þessara tveggja staða eru N1 Blönduósi og KS Varmahlíð fjölfarnar viðkomustaðir sem staðsettir eru við þjóðveginn á Norðurlandi vestra.