Opinn fundur um eftirmál desemberveðursins

Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðrinu í desember. Mynd: Facebooksíðan Björgunarsveitin Húnar.
Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðrinu í desember. Mynd: Facebooksíðan Björgunarsveitin Húnar.

Næstkomandi fimmtudag, þann 13. febrúar, klukkan 20:00 boðar Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda til opins fundar í Víðihlíð um eftirmál óveðursins sem gerði fyrir miðjan desember síðastliðinn.

Dagskrá fundarins er á þessa leið:

  • Einar Kristján Jónsson, formaður Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna fer yfir viðbrögð almannavarna og það sem að hans mati þarf að bæta úr. Á fundinum mun hann jafnframt leita upplýsinga frá fundarmönnum um hvað betur megi fara og þurfi að koma inn í almannavarnaráætlun fyrir svæðið.
  • Sr. Magnús Magnússon formaður samráðshóps um áfallahjálp í Húnavatnssýslum fer yfir vinnu og viðbrögð samráðshópsins við afleiðingum óveðursins í desember.
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra fer yfir skráningar á tjóni sem bárust til sveitarfélaganna og næstu skref.
  • Benedikt Árnason  formaður átakshóps ræðir úrbætur á innviðum í framhaldi af fárviðrinu 10. og 11. desember fer yfir störf nefndarinnar.
  • Anna Margrét Jónsdóttir segir frá sameiginlegu útboði á rafstöðvum.

Í fundarboði segir að lagt verði að ríkisstjórninni að veita fjármagni til að greiða bætur vegna þess umfangsmikla tjóns sem varð á svæðinu, m.a. vegna hrossa sem fórust og afurðataps hjá kúabændum. Því sé mikilvægt að sem mestar og bestar upplýsingar liggi fyrir og eru því þeir sem enn eiga eftir að tilkynna tjón til sveitarfélaganna hvattir til að gera það sem fyrst. Stefnt er að því að að leggja kostnaðarmat á tjónið nú í febrúar.

Allir íbúar eru hvattir til að mæta, sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum til að bæta almannavarnir á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir