Órion í 3.-5. sæti í Söngkeppni Samfés

Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir stóð sig frábærlega fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Órion á Hvammstanga í Söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardagshöllinni í Reykjavík á laugardaginn. Af 30 atriðum náði Hrafnhildur 3.-5. sæti.

Hrafnhildur þurfti að skifta um lag þar sem annar keppandi var með hennar lag og er bannað að flytja sama lagið tvisvar í keppninni. Upprunalega lagið sem Hrafnhildur ætlaði að syngja var lagið Minning (Make You Feel My Love með Bob Dylan) en í staðin söng Hrafnhildur Umvafin englum (Angel með Sarah McLachlan) sem hún vann með í söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra 2012. Tónlistakennararnir Guðmundur og Ásgeir Trausti klipptu fyrir hana lagið.

Dómnefndin var skipuð Ragnheiði Gröndal, Berglindi Björk Jónasdóttur, Pétri Erni Guðmundssyni, Stefaníu Svavarsdóttur og Gísla Magnasyni.

Fimm efstu atriðin voru valin:

1. Félagsmiðstöðin Frosti: Margrét Stella Kaldalóns - Ást í Leynum.
2. Félagsmiðstöðin Bústaðir: Guðrún Ólafsdóttir - Vetrarnætur
3.-5. Félagsmiðstöðin Órion: Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir - Umvafin englum
3.-5. Félagsmiðstöðin Þróttheimar: Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir - Stay
3.-5. Félagsmiðstöðin 105: Laufey Lin - Titanium

/KG / Heimild: RÚV

Fleiri fréttir