Perfect frumsýnt á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn kemur verður leikritið Perfect, í uppfærslu leiklistarvals Grunnskóla Húnaþings vestra, frumsýnt í félagsheimilinu á Hvammstanga. Sýningin hefst kl. 20:00 en húsið opnar hálftíma fyrr. Önnur sýning verður svo í boði á sunnudaginn kl. 17:00.

Síðustu vikur hafa nemendur lagt á sig mikla vinnu og loks er komið að uppskerunni. Perfect er leikrit eftir Hlín Agnarsdóttur og gerist í sjónvarpssal þegar verið er að taka upp lokaþáttinn í hæfileikakeppninni Perfect. Það verður sungið, dansað, rappað og sprellað.

Miðasala hefst í dag, mánudaginn 3. mars, og þarf að panta miða á netfangið gudrunstei@hunathing.is. Sætaframboð er takmarkað og því um að gera að drífa sig og panta miða.

Hér gefur svo að líta kynningarmyndband fyrir leikritið.

Fleiri fréttir