Regluleg dómþing á Blönduósi leggjast af

Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1109/2010 sem tekur gildi 1. júlí nk. verður umdæmi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá og með þeim degi ein dómþinghá og er þingstaður að Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki. Með þessari breytingu leggjast af regluleg dómþing á Blönduósi.

Umdæmi Héraðsdóms Norðurlands vestra skiptist í tvær dómþinghár, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 395/1998 og heyra sýslumannaumdæmi á Sauðárkróki og Blönduósi til umdæmis hans.

Héraðsdómur Norðurlands vestra starfar samkvæmt lögum nr. 15/1998. Skrifstofa dómstólsins er opin frá kl. 9.00 til 16.00 alla virka daga að Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki.

Dómstjóri er Halldór Halldórsson.

Fleiri fréttir