Reglur um úthlutun byggðakvóta í Húnaþingi

Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á síðasta fundi sínum reglur um úthlutun 50 þorskígildistonna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2010/2011 fyrir Húnaþing vestra.

Kvótanum verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 675/2009 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 999/2010 að öðru leyti.

Skipting er eftirfarandi: 35% er skipt jafnt milli ofangreindra skipa og 65% milli ofangreindra skipa þannig að til viðmiðunar verði löndunarhæsta ár útgerðar í Hvammstangahöfn í þorskígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár nú 2007/2008, 2008/2009 og 2009/2010.

Sjá nánar HÉR

Fleiri fréttir