Rólegt í höfnunum

Engar aflatölur eru birtar í Feyki í dag eins og venja hefur verið í vetur, enda afar lítið um að vera í höfnum á svæðinu. Á Hofsósi var þó landað tveimur tonnum í vikunni sem leið, en frá Skagaströnd hefur ekkert verið róið síðan 17. desember.

Togarar FISK Seafood sem gerðir eru út frá Sauðárkróki héldu til veiða aðfaranótt 2. janúar, það er Klakkur, Málmey og Örvar, en eins og fram kemur í Feyki í dag er líklega um síðustu veiðiferð Örvars fyrir FISK Seafood a ðræða. Reiknað er með fyrstu löndun úr Klakk 13. janúar.

Ekki hafa borist aflatölur frá Hvammstanga fyrir síðustu viku.

Fleiri fréttir