Samþykktir Skalla

Á aðalfundi Smábátafélagsins Skalla sem haldinn var á Sauðárkróki þann 30. september sl. voru samþykktar tillögur til 29. aðalfundar Landsambands smábátaeigenda sem fram fór á Grand Hótel í Reykjavík 17. og 18 október sl. Þær eru eftirfarandi:

1.         Aðalfundur Skalla samþykkir tillögu stjórnar LS um að lækka ferða- og dvalarstyrki ásamt dagpeningum vegna aðalfunda LS um 50 %.

2.         Aðalfundur Skalla mótmælir afskiptum Hafrannsóknastofnunar af veiðistjórnun á grásleppu og telur að hún sé engan veginn í stakk búin að veita ráðgjöf af því tagi sem hún gerir í skýrslu sinni:   Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2011/2012 og aflahorfur 2012/2013.

3.         Aðalfundur Skalla krefst þess að ákvæði sem fjallar um umvitjun neta verði fellt úr gildi.

4.         Aðalfundur Skalla leggur til að reglum um netafjölda við grásleppuveiðar verði breytt í samræmi við nýjar kröfur og tækni.

Netafjöldi verði óbreyttur en miðaður við 2 menn í stað 3 hjá bátum þar sem grásleppan er skorin í landi og búnir eru niðurleggjara.

6.         Aðalfundur Skalla tekur undir tillögur nefndar LS um frjálsar handfæraveiðar með þeirri viðbót að hægt sé að segja sig frá veiðunum um hver mánaðamót.

7.         Aðalfundur Skalla gerir eftirfarandi samþykkt varðandi strandveiðar til aðalfundar LS.

a.         Strandveiðar verði 4 samfellda mánuði, tímabilið apríl til og með september.

b.         Heimilt verði að veiða 4 daga í viku mánudag – fimmtudag.

c.         Afli í hverri veiðiferð hámark 650 kg þorskígildi af kvótabundnum afla.

d.         Aðeins verði farin ein veiðiferð á sólarhring (innan sama sólarhrings) og öllum afla landað að veiðiferð lokinni, eða áður en farið er í næstu veiðiferð.

e.         Leyfi til strandveiða verði aðeins veitt bátum undir 10 brt.

f.         Stjórnvöld tryggi nægjanlegar veiðiheimildir til veiðanna.

 

8.         Aðalfundur Skalla skorar á ráðherra að auka nú þegar veiðiheimildir í ýsu að lágmarki um 15 þúsund tonn.

9.         Aðalfundur Skalla hvetur ráðherra að gefa krókaveiðar á makríl frjálsar.

10.       Aðalfundur Skalla skorar á Sigurð I. Jóhannsson sjávarútvegsráðherra að láta opna nú þegar lokað hólf á Fljótagrunni, reglugerð nr. 742/2009, og tekur undir ályktun aðalfundar Snæfells frá 15.09.2013 um að reglugerðarlokanir standi aldrei lengur en 6 mánuði.  Umrædd reglugerðarhólf verði þá opnuð sjálfkrafa og verði skoðuð af starfsmönnum Fiskistofu.

11.       Aðalfundur Skalla skorar á LS að beita sér fyrir því að gerð verði formleg skoðanakönnun meðal félagsmanna LS á afstöðu þeirra til rannsóknaaðferða og ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar.

12.       Aðalfundur Skalla ályktar að ekki verði kvikað frá þeirri reglugerð sem nú er í gildi varðandi bann við veiðum í dragnót innan núverandi línu sem dregin er úr Ásnefi í Málmey.

 

Á aðalfundi LS voru fjölmargar samþykktir sem hægt er að nálgast HÉR

Fleiri fréttir