Síld í kápu - leiðrétt uppskrift

Síld í kápu. Aðsend mynd.
Síld í kápu. Aðsend mynd.

Í nýjasta tölublaði Feykis, 19. tbl. 2020, birtist uppskrift að girnilegu síldarsalati sem kallast „Síld í kápu". Svo illa vildi til að villa slæddist með í upphafi uppskriftarinnar þar sem gefinn er upp hvítur fiskur. Hið rétta er að enginn hvítur fiskur á að vera í salatinu og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Hér birtist uppskriftin eins og hún á að vera:

Síld í kápu (salat)

8 kartöflur (meðalstærð)
4-5 rauðrófur (meðalstærð)
5 gulrætur (meðalstærð)
1 laukur
6 egg
300 g majónes
100-150 g sýrður rjómi
300-400 g söltuð eða léttsöltuð síldarflök (má nota marineruð)
steinselja til skrauts  

Aðferð:
Rauðrófur, kartöflur og gulrætur eru soðnar, kældar og skrældar. Egg harðsoðin. Síldin skorin í teninga og sett í skál. Rífið kartöflurnar og setjið ofan á fyrsta lag salatsins. Rífið gulræturnar og hyljið kartöflurnar með þeim, smyrjið síðan með majónesi. Rífið rauðrófurnar og hyljið annað lag salatsins. Hyljið með majónesi. Egg eru skræld, rifin og þakin rófum. Látið standa í að minnsta kosti tvo tíma. Skreytt með steinselju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir