Sjálfstæðismenn munu raða á lista á fundi kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fór fram sl. laugardag og var þar ákveðið fyrirkomulag vals á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum. Fundurinn var haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Á Skessuhorninu kemur fram að fundurinn ákvað að efna til svokallaðrar röðunar sem fer þannig fram að nýr kjördæmisráðsfundur mun kjósa í efstu sæti listans. Erla Friðriksdóttir, formaður stjórnar kjördæmisráðsins, sagði í samtali við Skessuhornið að þá munu bæði aðal- og varafulltrúar hafa kosningarétt á fundi kjördæmisráðsins sem raðar á lista. Fundurinn mun fara fram dagana 24. - 25. nóvember nk. í Borgarnesi.
Erla sagði yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa á aðalfundinum hafi stutt röðunarleiðina. Sérstök kjörnefnd var kosinn á fundinum sem mun hafa það hlutverk að undirbúa röðun á lista. Hún mun taka til starfa á næstu dögum og auglýsa eftir framboðum auk þess að sjá um kynningu á framboðsreglum.