Skattaskil til 10. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga vegna tekna síðasta árs á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 10. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 13. mars. Einfaldar framtalsleiðbeiningar á ensku og pólsku.

Áheimasíðu ríkisskattstjóra kemur fram að helstu upplýsingar um laun, fasteignir, bifreiðar, bankainnstæður, vaxtatekjur, hlutabréfaeign, arð, skuldir og fleira séu fyrirfram áritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og einfalt að yfirfara framtalsupplýsingarnar bæta við þar sem vantar upp á og staðfesta að lokum.

Auðkenning
Til að opna framtalið þarf að nota rafræn skilríki eða veflykil en hægt er að panta veflykil og fá hann sendan í heimabanka. Ríkisskattstjóri mælir með notkun rafrænna skilríkja sem öruggari innskráningu.

Einfaldar framtalsleiðbeiningar á ensku og pólsku
Vakin hefur verið athygli á leiðbeiningum um skattframtal fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa íslensku að móðurmáli en störfuðu hér á landi á síðasta ári. Leiðbeiningarnar eru á ensku og pólsku og hægt að nálgast á rsk.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir