Söguleg stund í samstarfi evrópskra dreifbýlishreyfinga

Evrópska dreifbýlisþingið verður haldið í húsakynnum European Economic and Social Committee þann 13. nóvember. Þann 14. nóvember verða fulltrúar ERP með kynningu fyrir þingmenn Evrópuþingsins. Er þetta fyrsta þing hið fyrsta sinnar tegundar og munu þátttakendur frá yfir þrjátíu Evrópulöndum og svæðum, fulltrúar um sjötíu mismunandi dreifbýlissamtaka, hittast í Brussel 13. nóvember.

Þetta fólk kemur saman til að koma málefnum hinna dreifðu byggða á dagskrá Evrópusambandsins og til þess að hafa áhrif á stefnumörkun sem mun snerta líf þess. Fulltrúar stefnumótandi yfirvalda verða með á þinginu og taka þátt í umræðunum og eiga hlut að þeim hugmyndum sem frá þátttakendum koma.

 

Fyrirmyndin að ERP þinginu er frá Svíþjóð þar sem grasrótarsamtök og yfirvöld hafa mæst á jafnréttisgrundvelli, á Sænska dreifbýlisþinginu sem haldið hefur verið á ýmsum stöðum, undanfarin tólf ár.

- Að hittast og ræða saman á þennan hátt er einstakt og hefur aldrei áður verið reynt á þessum vettvangi, segir Staffan Nilsson, formaður Öll Svíþjóð lifi (Hela Sverige ska leva) og stjórnarformaður undirbúningsstjórnar evrópska þingsins, ERP.

 

Þess er vænst, að hreyfingarnar, sem taka þátt, öðlist skilning á hversu fjölmörg mál og hugðarefni eru sameiginleg. Gæði skóla, aðgangur að heilbrigðisþjónustu og margvíslegri grunnþjónustu og möguleikar til að hafa áhrif á Evrópusambandið. Þetta eru aðeins nokkur þeirra málefna sem tekið er á í tillögum sem fjallað verður um á ERP þinginu.

 

- Þarna fáum við frábæra blöndu hugmynda, bæði frá yfirvöldum og almenningi, tengda raunverulegum aðstæðum. Vinnuferlið heldur svo áfram eftir þingið þar sem vinnuhópar munu taka við verkefnum og niðurstöðum og gera síðar grein fyrir framgangi mála sem þeim hafa verið falin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt vinnulag (módel) er notað innan Evrópusambandsins, segir Inez Abrahamzon verkefnastjóri ERP og stjórnarformaður Öll Norðurlöndin lifi (All North Shall Live).

Fleiri fréttir