SSNV andvígt kvótasetningu á grásleppu

Guðrún Petrína aflahæsti grásleppubáturinn á Norðurlandi vestra árið 2023. Mynd tekin af Facebook-síðu Skagastrandarhafnar.
Guðrún Petrína aflahæsti grásleppubáturinn á Norðurlandi vestra árið 2023. Mynd tekin af Facebook-síðu Skagastrandarhafnar.
Á heimasíðunni smabatar.is segir að Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafi fjallað um frumvarp að breyttri veiðistýringu á grásleppu á fundi sínum þann 6. febrúar sl. Samþykkt var að hvetja meirihluta atvinnuveganefndar alþingis til að falla frá frumvarpinu.
 

Kvótasetning á grásleppu mun frá fyrsta degi leiða til gríðarlegrar samþjöppunar á aflaheimildum og takmarka mjög til frambúðar nýliðun innan smábátaútgerðar. Sérstaða grásleppu umfram aðra nytjastofna er hversu staðbundin nýtingin er og hversu afgerandi áhrif hennar er á viðgang einstakra byggðarlaga.“

Umsögn SSNV er eftirfarandi:
 
„Stjórn SSNV hvetur meirihluta atvinnuveganefndar alþingis til að falla frá frumvarpi um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).Meginmarkmið laga um fiskveiðistjórnun og nýtingu nytjastofna er að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna sem leiði til traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Kvótasetning á grásleppu mun frá fyrsta degi leiða til gríðarlegrar samþjöppunar á aflaheimildum og takmarka mjög til frambúðar nýliðun innan smábátaútgerðar. Sérstaða grásleppu umfram aðra nytjastofna er hversu staðbundin nýtingin er og hversu afgerandi áhrif hennar er á viðgang einstakra byggðarlaga. Alþingi hefur sett fram markmið m.a. í Byggðaáætlun um jákvæða byggðaþróun um land allt og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða vinni beinlínis gegn settum markmiðum í byggðamálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir