Stóðréttir í Víðidalstungurétt á morgun

Frá réttarstöfum í Víðidalstungurétt.
Frá réttarstöfum í Víðidalstungurétt.

Stóðréttir fara fram í Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra á morgun, laugardaginn 3. október. Stóðréttirnar í Víðidal eru einar stærstu stóðréttir landsins, hvað varðar hrossafjölda, og sækir fjöldi fólks víða að úr heiminum réttina. Réttarstörf hefjast kl. 10:00.

Í réttinni myndast oft skemmtileg stemning, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem hefur verið birt á YouTube.

Fleiri fréttir