Stofnfundur Menningarfélags Húnaþings vestra í kvöld
Stofnfundur Menningarfélags Húnaþings vestra verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 29. desember, klukkan 21:00 í Bókasafni Húnaþings vestra, Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Tilgangur félagsins verður að hlúa að og styðja við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra.
„Meginverkefni þess verður rekstur húsnæðis fyrir tónlistariðkun og annað menningarstarf. Allir eru velkomnir!“ segir í auglýsingu í Sjónaukanum.