Stórkostlegt þrekvirki
Ungmennafélögin Kormákur og Grettir í Húnaþing Vestra settu um páskana upp Rokkóperuna Súperstar. Æfingar hafa staðið yfir síðan í haust og er uppskeran stórkostleg sýning sem um 800 manns sáu. Auglýstar voru fjórar sýningar og var þeirri fimmtu bætt við, enda uppselt á þær allar.
Blaðamaður Feykis brá sér á lokasýninguna á annan í páskum og var þeirrar skoðunar að ferðalagið væri hvers kílómeters virði og rúmlega það. Fjallað er um þetta stórkostlega þrekvirki í máli og myndum í heilsíðuumfjöllun í nýjasta tölublaði Feykis, sem kom út í gær.