Stúlka féll af hestbaki

Stúlkan var flutt á Land­spít­alann með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Stúlkan var flutt á Land­spít­alann með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Ung stúlka féll af hest­baki í reiðhöll­inni á Hvammstanga í gær. Samkvæmt heimildum mbl.is var stúlkan flutt á Land­spít­alann með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Ekið var með stúlk­una í sjúkra­bíl til móts við þyrluna. Þyrlan lenti við Baulu á ní­unda tím­an­um í gærkvöldi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Her­manni Ívars­syni, varðstjóra lög­regl­unn­ar á Blönduósi.

Fleiri fréttir