Stúlka féll af hestbaki
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
29.03.2016
kl. 08.33
Ung stúlka féll af hestbaki í reiðhöllinni á Hvammstanga í gær. Samkvæmt heimildum mbl.is var stúlkan flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Ekið var með stúlkuna í sjúkrabíl til móts við þyrluna. Þyrlan lenti við Baulu á níunda tímanum í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá Hermanni Ívarssyni, varðstjóra lögreglunnar á Blönduósi.
