Sundlaugin á Hvammstanga lokuð
Sundlaugin á Hvammstanga verður lokuð dagana 24.-30. nóvember. Að sögn Karólínu Gunnarsdóttur íþrótta- og tómstundafulltrúa í Húnaþingi vestra er verið að tengja lagnir nýju rennibrautarinnar við sundlaugina.
Ákveðið var að nýta góða veðrið meðan hægt er í stað þess að bíða fram á vor. Heitu pottarnir verða þó opnir þessa daga, skv. tilkynningu frá íþrótta- og tómstundafulltrúa .