Tækjamót Slysavarnarfélags Landsbjargar um næstu helgi

Mynd tekin af Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit
Mynd tekin af Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit
Á Facebooksíðu Björgunarveitin Skagfirðingasveit segir að um helgina verði allt fullt af björgunarsveitartækjum í Skagafirði og nágrenni en halda á Tækjamót Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hér à svæðinu. Félagar úr björgunarsveitum frá Húnavatnssýslu og Skagafirði hafa undanfarnar vikur lagt hart að sér við að skipuleggja mótið en um 260 manns eru skràðir og fylgir þeim gríðarmagn af tækjum.
 
Àætlað er að jeppar fari fram fjörðinn og uppá hàlendið en beltatæki verði í Vesturfjöllunum svokölluðu, fjöllin vestan Skagafjarðar frá Vatnsskarði að sunnan og að Króknum norðan, og jafnvel fari þau út à Skaga. Þeir sem verða eitthvað á ferðinni eiga þá hugsalega eftir að verða varir við eitthvað af þessum tækjum sem verða á þessu svæði um helgina. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir