Þæfingsfærð víða á Norðurlandi vestra

Hálka er víða á Norðvesturlandi en þæfingsfærð og skafrenningur yst á Siglufjarðarvegi. Á Ströndum og Norðurlandi vestra verður norðaustan 8-15 m/s og él í dag, samkvæmt vef Veðurstofunnar, en 10-18 og snjókoma í kvöld og 13-20 á morgun, hvassast á annesjum. Vægt frost.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Vestfjörðum og úti við SA-ströndina. Víða snjókoma eða él, en heldur úrkomulítið S- og V-lands. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag:
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt með éljum N- og A-til, en annars úrkomulítið. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Norðanstrekkingur og él A-lands, en annars mun hægari og bjart með köflum. Frost víða 1 til 10 stig, mest í innsveitum.

Á sunnudag:
Suðaustlæg átt og dálítil él SV-til, en annars hægir vindar, bjart og kalt veður.

Á mánudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með éljagangi SV-til og heldur hlýnandi veður.

Fleiri fréttir