Þróunarverkefni leikskóla í Húnavatnssýslum
Málörvun og læsi - færni til framtíðar er heiti þróunarverkefnis sem leikskólar í Húnavatnssýslum og Strandabyggð eru að hefja. Markmið verkefnisins er að styrkja og efla málþroska allra leikskólabarna með áherslu á læsi í víðum skilningi, að því er fram kemur á vef Húnaþings vestra.
Starfsdagur var hjá starfsfólkinu í síðustu viku þar sem starfsfólk hittist í leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga . Verkefnastjóri verkefnisins er Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur og ábyrðarmenn þess eru Guðrún Lára Magnúsdóttir, skólastjóri og Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu.