Þytur með uppskeruhátíðir fyrir börn og fullorðna

Laugardaginn 26. október kl. 13-15 verður æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Þyts með uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga sem tóku þátt í starfi félagsins síðastliðinn vetur og sumar. Hátíðin verður að þessu sinni í Sveitasetrinu Gauksmýri.

Veittar verðar viðurkenningar fyrir þátttökuna í starfinu, greint frá því hvað er framundan og tekið við skráningum í námskeið vetrarins.

Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð Þyts í félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst hún kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Kjartan Óli sér um matinn og Birgir Sævars og hljómsveit sjá um að trylla lýðinn og halda uppi stuði á ballinu. Skemmtiatriðin verða á sínum stað eins og vant er.

Þar verður farið yfir árið, efstu kynbótahrossin verðlaunuð, knöpum ársins í hverjum flokki veitt viðurkenning og ræktunarbú ársins í Húnaþingi vestra valið.

Þau ræktunarbú sem tilnefnd eru þetta árið, eru hér að neðan í stafrófsröð:
Bessastaðir
Efri-Fitjar
Lækjamót
Syðri-Reykir

 

Fleiri fréttir