Tilraunir með hitamyndavél
Selasetrið á Hvammstanga hefur í sumar unnið að frumtilraun þar sem hitamyndavél er fest á flygildi (drone) sem flogið er yfir sellátur til að taka myndir, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu setursins. Stofnstærðartalningar á landsel fara yfirleitt fram úr lofti, en þar sem stundum getur verið erfitt að greina seli frá umhverfinu. Því er nú gerð tilraun til að ná fram nákvæmari niðurstöðum með því að gera bæði hefðbundnar talningar og talningar með hjálp hitamyndavélar.
Einnig er venjuleg myndavél fest á flygildið. Í verkefninu verða loftmyndir teknar með hitamyndavél bornar saman við venjulegar loftmyndir, ásamt talningarniðurstöður talninga frá landi. Markmið verkefnisins er að áætla hvort hitamyndavélar gefi nákvæmari talningarniðurstöður og geti jafnvel verið kostur þegar áætla á stofnstærð landsela. Verkefnið er unnið í samstarfi við Svarma ehf og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.