Um 250 manns sóttu bænastundina
Kirkjan á Sauðárkróki var þétt setin í gærkvöldi þegar þar var haldin bænastund vegna Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur, sem lést í umferðarslysi á sunnudaginn. Um 250 manns voru við athöfnina, fjölskylda hennar, vinir og skólafélagar og fleiri bæjarbúar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, sem umsjón hafði með bænastundinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil sorg ríkti í bænum vegna slyssins. „Þetta er ógurlegt högg fyrir samfélagið hér,“ sagði hún. Mikill samhugur væri ríkjandi meðal bæjarbúa.
Mbl.is segir frá þessu.