Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Þyts

Uppskeruhátíði Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts verður haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 1. Nóvember. Á dagskrá er matur, gleði og gaman.

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins af Hrossaræktarsamtökum V-Hún: Grafarkot– Lækjamót – Syðri-Reykir.

Þórhallur Sverrisson sér um matinn sem samanstendur af smáréttahlaðborði, zushi maki og heitum mat. Veislustjórn verður í höndum Andreu. Skemmtunin hefst stundvíslega kl. 20:00 en húsið opnar hálftíma fyrr. Á eftir verður dansleikur með Trukkunum.

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 29.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er krónur 6.800 matur, skemmtun og ball, en fyrir þá sem vila aðeins fara á dansleiðinn kostar það 3000 kr. Enginn posi á staðnum og ekki selt gos!

Fleiri fréttir