Útköll í Austur-Húnavatnssýslu en engin í Húnaþing vestra

„Þetta gekk allt vel hér í Húnaþingi vestra. Sveitin var í viðbragðsstöðu, en við þurftum ekki að sinna neinum útköllum. Ég hef ekki heldur frétt af neinu tjóni,“ sagði Gunnar Örn, formaður Björgunarsveitarinnar Húna, í samtali við Feyki nú rétt fyrir hádegi.
Björgunarfélagið Blanda fór í eitt útkall að Hnjúki í Vatnsdal í nótt. Þar sprakk hurð á fjósi og var einnig að fara á kálfafjósi. En þetta er að byrja hjá okkur núna,“ sagði björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Blöndu í svari við fyrirspurn Feykis fyrir skömmu.